Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Örugg­ur sig­ur Kristianstad

Íslendingaliðið Kristianstad vann öruggan sigur í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Sif Atladóttir.

Kristianstad vann öruggan sigur á Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Sif Atladóttir lék allan leikinn hjá Kristianstad og Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði fyrstu 79. mínúturnar.

Um var að ræða síðasta leik Kristianstad fyrir Heimsmeistaramót kvenna en hlé verður gert á deildinni í Svíþjóð þann tíma sem mótið stendur.

Kristianstad komst yfir snemma leiks, strax á 3. mínútu, og þá skoraði liðið úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé. Í uppbótartíma síðari hálfleiks kom þriðja mark liðsins og lokatölur urðu 3-0 Kristianstad í vil.

Andrea Thorisson byrjaði hjá Limhamn Bunkeflo sem beið lægri hlut fyrir Göteborg, 3-0, í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Andrea komst í fréttirnar um síðustu helgi þegar hún skoraði sigurmark Bunkeflo í 3-2 sigri liðsins gegn Rosengård.

Andrea er 21 árs og á að baki marga leiki með yngri landsliðum Íslands. Hún hefur leikið lengi í Svíþjóð en hefur þó annað slagið leikið með Þrótti í yngri flokk­un­um.

Heimild: Fótbolti.net

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun