Fylgstu með okkur:

Fréttir

Orri Steinn fer til FCK – Arsenal hafði áhuga

Orri Steinn mun ganga til liðs við danska liðið FC Kaup­manna­höfn næsta sum­ar.

Mynd/Grótta

Hinn ungi og efnilegi, Orri Steinn Óskars­son, leikmaður Gróttu, sem er aðeins 15 ára, gengur til liðs við FC Kaup­manna­höfn næsta sum­ar. Fótbolti.net greindi frá þessu um liðna helgi og danski miðilinn BT greinir frá í dag.

BT segir að Orri Steinn sé búinn skrifa und­ir samn­ing við danska fé­lagið og mun hann fara út til Danmerkur næsta sumar.

Orri Steinn lék 12 leiki fyrir Gróttu í Inkasso-deildinni í sumar en liðið tryggði sér sæti í Pepsi Max-deildinni um síðustu helgi. Orri Steinn skoraði sín fyrstu mörk í meist­ara­flokki í 2. deild­inni í fyrrasumar, þá aðeins 13 ára gam­all, en hann er sonur þjálfara Gróttu, Óskars Hrafns Þorvaldssonar.

Í fréttinni hjá BT kemur fram að enska stórliðið Arsenal hafi verið áhuga­samt um að fá Orra Stein í sín­ar raðir.

Orri Steinn hefur leikið 17 lands­leiki fyr­ir yngri landslið Íslands og í þeim skorað fjög­ur mörk.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir