Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ónotaðir varamenn eða ekki í hóp

Enginn Íslendingur erlendis kom við sögu á síðustu tveimur kvöldum.

Mynd/cittadellaspezia.com

Sveinn Aron Guðjohnsen vermdi varamannabekk Spezia allan leikinn þegar liðið vann 3-2 sigur á heimavelli gegn Cremonese í ítölsku B-deildinni í kvöld.

Með sigrinum fór Spezia upp í þriðja sæti deildarinnar og upp í 37 stig eftir 23 umferðir. Sveinn Aron hefur leikið 10 deildarleiki á leiktíðinni en verið ónotaður varamaður í síðustu fjórum leikjum Spezia.

Í ensku C-deildinni var Ísak Snær Þorvaldsson allan tímann á varamannabekknum hjá Fleetwood Town þegar liðið vann góðan 1-0 útisigur á Wycombe Wanderers.

Ísak Snær var lánaður undir lok síðasta mánaðar frá Norwich City til Fleetwood Town út þetta keppn­is­tíma­bil. Hann hefur verið ónotaður varamaður í síðustu tveimur leikjum. Fleetwood Town er í 9. sæti deildarinnar.

Ekki í hóp

Aron Sigurðarson var ekki í leikmannahópi Union St. Gilloise í belgísku B-deildinni þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Oud-Heverlee. Union St. Gilloise er í fjórða sæti af átta liðum eftir 25 leiki.

Aron Bjarnason var hvergi sjáanlegur í leikmannahópi Újpest þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Fehervar í ungversku bikarkeppninni.

Í gærkvöld:

Theodór Elmar Bjarnason var ekki í leikmannahópi Akhisarspor er liðið gerði jafntefli við Menemen, 2-2, í tyrknesku B-deildinni. Akhisarspor er í 6. sæti.

Þá var Kristófer Ingi Kristinsson ekki í leikmannahópi Grenoble í markalausu jafntefli gegn Lens í frönsku B-deildinni. Grenoble er í 10. sæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun