Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Oliver spilaði í miklum markaleik

Oliver Sigurjónsson kom við sögu með liði sínu Bodø/​Glimt í miklum markaleik í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Oliver Sigurjónsson. Mynd/glimt.no

Íslendingaliðin Bodø/​Glimt og Mjønda­len mættust í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Oliver Sigurjónsson leikur fyrir Bodø/​Glimt og Dagur Dan Þórhallsson er á mála hjá Mjønda­len.

Oliver byrjarði á varamannabekknum í dag en kom inn á sem varamaður á 84. mínútu, en Dagur Dan sat allan tímann á varamannabekknum hjá Mjønda­len.

Bodø/​Glimt bar sigur úr býtum í gríðarlega miklum markaleik en alls níu mörk voru skoruð í leiknum. Bodø/​Glimt vann leikinn 4-5.

Bodø/​Glimt náði góðri forystu með tveimur mörkum á fyrsta hálftímanum en Mjønda­len sneri leiknum við og komst í 3-2. Næst skoraði Bodø/​Glimt tvö mörk og þá var staðan orðin 4-3.

Mjønda­len jafnaði svo þegar rúmar sjö mínútur voru liðnar af uppbótartíma en aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Bodø/​Glimt sigurmark í leiknum.

Tvær umferðir eru búnar af norsku úrvalsdeildinni og Bodø/​Glimt trónir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Mjønda­len er aftur á móti án stiga, á botninum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun