Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Ögmundur varði víti og tryggði jafntefli

Ögmundur var hetja sinna manna þegar hann varði vítaspyrnu í blálokin í Grikklandi í kvöld.

Ögmundur Kristinsson, markvörður AE Larissa í Grikklandi, sá í kvöld til þess að sitt lið fengi stig í fyrsta leik sínum í grísku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

AE Larissa gerði þá 1-1 jafntefli við Atromitos og varði Ögmundur víti í uppbótartíma í síðari hálfleik.

Atromitos náði forystunni í leiknum á 18. mínútu þar sem Ögmundur gerðist sekur um klaufaleg mistök í markinu, sem má sjá hér, en liðsfélagi hans, Radomir Milisavljevic, jafnaði metin fyrir AE Larissa rétt fyrir leikhlé. Eins og fyrr segir, þá varði Ögmundur víti í uppbótartíma í síðari hálfleik sem tryggði liðinu jafntefli og hann bætti því heldur betur fyrir mistök sín.

Þá sat Sverrir Ingi Ingason allan tímann á varamannabekknum hjá liði sínu PAOK sem sigraði Panetolikos 2-1 í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið