Fylgstu með okkur:

Fréttir

Ögmundur skráði nafn sitt í sögu­bæk­urn­ar

Ögmundur skráði sig í sögu­bæk­urn­ar í grísku úrvalsdeildinni með því að verða fyrsti markvörðurinn til að gefa tvær stoðsendingar.

Mynd/pagenews.gr

Landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson, leikmaður AE Larissa í Grikklandi, skráði nafn sitt í sögu­bæk­urn­ar í grísku úrvalsdeildinni þegar lið hans hrósaði sigri gegn Volos um síðustu helgi.

Ögmundur átti stór­an þátt í sig­ri AE Larissa í þeim leik en þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, í stöðunni 1-1, skoraði Abiola Dauda sigurmark eftir langa sendingu fram völlinn frá Ögmundi. Leiknum lauk því með 2-1 sigri AE Larissa.

Þetta var önnur stoðsending Ögmundar á tímabilinu en hann lagði einnig upp mark í októbermánuði gegn Panathinaikos sem skilaði sigri, líkt og um síðustu helgi.

Ögmundur varð þar með fyrstur markvarða í sögu grísku úrvalsdeildarinnar til að gefa tvær stoðsendingar og tókst það með einungis 34 daga millibili. Þetta kemur fram á heimasíðu grísku úrvalsdeildarinnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir