Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ögmundur og fé­lag­ar sneru tafl­inu við

End­ur­komu­sig­ur hjá Ögmundi og samherjum hans og Hólmar lék í jafn­tefl­is­leik.

Mynd/arenalarissa

AE Larissa, með Ögmund Kristinsson innanborðs, vann í dag 2-1 heimasigur á Volos í grísku úrvalsdeildinni.

Gestirnir í Volos komust yfir rétt undir lok fyrri hálfleiks. Staðan því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Ögmundur og félagar í AE Larissa sneru hins vegar tafl­inu við í síðari hálfleik. Fatjon Andoni jafnaði metin eftir rúmlega klukkutíma leik og þegar um fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Abiola Dauda sigurmarkið.

Lokatölur urðu því 2-1 fyrir AE Larissa, sem er í 4. sæti grísku úrvalsdeildarinnar með 18 stig eftir 12 leiki.

Hólmar lék í jafn­tefl­is­leik Levski Sofia

Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Levski Sofia og lék allan tímann þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Beroe á útivelli í búlgörsku úrvalsdeildinni í dag.

Levski Sofia er með 39 stig í öðru sæti og er sex stigum á eftir Ludogorets Razgrad sem situr á toppi deildarinnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun