Fylgstu með okkur:

Fréttir

Ögmundur leikmaður ársins hjá liði sínu í Grikklandi

Ögmundur var út­nefnd­ur leikmaður árs­ins hjá gríska úr­vals­deild­arliðinu AE Larissa.

Mynd/Fosonline

Ögmundur Kristinsson, markvörður AE Larissa í Grikklandi, var í gær valinn besti leikmaður liðsins á tímabilinu.

Ögmundur stóð sína plikt vel í Grikklandi á leiktíðinni og hann missti ekki af neinum leik með liði sínu í grísku úrvalsdeildinni. Hann hélt markinu hreinu hjá AE Larissa í tólf skipti í alls 34 leikjum, en liðið endaði í 10. sæti í deildarkeppninni.

Hann gekk til liðs við AE Larissa á frjálsri sölu í fyrra og gerði aðeins tveggja ára samning við félagið. Nokkur félög eru sögð áhugasöm um þjónustu Ögmundar en fyrir nokkru greindum við frá því að tyrkneska úrvalsdeildarfélagið Kayserispor væri með augastað á honum.

Kayserispor var sagt hafa sent útsendara á leik AE Larissa og OFI Crete í grísku úrvalsdeildinni í byrjun mars á þessu ári til að fylgjast betur með Ögmundi.

Ögmundur á að baki 15 leiki með ís­lenska A-landsliðinu.

Heimild: Fótbolti.net

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir