Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Ögmundur las víta­skyttu eins og opna bók – Myndband

Ögmundur las vítaskyttu eins og opna bók í gríska boltanum í dag.

Mynd/pagenews.gr

Ögmundur Kristinsson stóð á milli stanganna hjá AE Larissa sem tapaði 2-0 á heimavelli gegn Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Panathinaikos fékk víta­spyrnu á 25. mínútu leiksins og úr henni skoraði Anastasios Chatzigiovanis. Ögmundur í marki AE Larissa var ekki langt frá því að verja spyrnuna.

Aðeins þremur mínútum síðar fékk Panathinaikos aðra vítaspyrnu. Chatzigiovanis fór aftur á vítapunktinn en Ögmundur sá við hon­um í mark­inu í þetta skiptið. Chatzigiovanis reyndi að vippa boltanum á mitt markið en Ögmundur las hann eins og opna bók og átti ekki í nein­um erfiðleik­um með að verja spyrnuna. Þetta var önn­ur víta­spyrn­an sem Ögmundur ver á leiktíðinni.

 

Það stefndi allt í að leikurinn myndi enda 1-0, en Panathinaikos fékk enn eina vítaspyrnuna í uppbótartíma síðari hálfleiks. Giannis Bouzoukis skoraði úr spyrnunni og lokatölur urðu 2-0, Panathinaikos í vil. AE Larissa er í 9. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 21 leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið