Fylgstu með okkur:

Fréttir

Ögmundur í viðræðum um nýj­an samn­ing

Ögmundur er í samn­ingaviðræðum við AE Larissa um nýjan þriggja ára samning.

Mynd/sportdog

Landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson hef­ur hafið viðræður við AE Larissa um framlengingu á samningi sínum við félagið en hann rennur út um mitt næsta ár. Frá þessu er greint í grískum fjölmiðlum.

Ögmundur er í viðræðum um nýjan þriggja ára samning en samningaviðræðurnar hófust í gær og þeim miðar vel áfram, samkvæmt SDNA í Grikklandi.

Ögmundur gekk til liðs við AE Larissa á frjálsri sölu í fyrra og gerði tveggja ára samning við félagið. Góðar frammistöður hans með AE Larissa á síðustu leiktíð leiddu til þess að hann var út­nefnd­ur leikmaður árs­ins hjá fé­lag­inu.

Velgengni Ögmundar heldur áfram í Grikklandi en hann hefur byrjað leiktíðina vel. Hann hefur leikið alla sex leiki liðsins á þessari leiktíð, haldið markinu tvisvar sinnum hreinu, varið eitt víti og verið valinn tvisvar sinnum í lið umferðarinnar.

Nokkur lið utan Grikklands fylgdust með leik Ögmundar fyrir tveimur vikum gegn AEK Aþenu þar sem hann hélt hreinu. Félögin Kayserispor frá Tyrklandi og Rangers frá Skotlandi hafa áður verið nefnd til sög­unn­ar í grískum fjölmiðlum sem mögulegir næstu áfangastaðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir