Fylgstu með okkur:

Fréttir

Ögmundur í þriðja sinn í liði um­ferðar­inn­ar

Ögmundur var í dag val­inn í þriðja sinn í lið um­ferðar­inn­ar í grísku úrvalsdeildinni.

Mynd/sportingnews.gr

Ögmundur Kristinsson, Framari og núverandi leikmaður gríska úrvalsdeildarliðsins AE Larissa var í dag val­inn í lið um­ferðar­inn­ar í þriðja sinn á leiktíðinni.

Ögmundur lék afskaplega vel í marki AE Larissa þegar liðið gerði markalaust jafntefli við OFI Crete síðasta laugardag. Ögmundur varði hvað eft­ir annað frábærlega í leiknum og var í leikslok út­nefnd­ur maður leiks­ins.

AE Larissa er í 9. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 22 umferðir. Ögmundur hefur spilað alla leiki AE Larissa á leiktíðinni, haldið markinu fimm sinnum hreinu, varið tvö víti og nú verið valinn þrisvar sinnum í lið umferðarinnar.

Í meðfylgjandi myndskeiði neðst í fréttinni má sjá helstu atvik úr leiknum hjá AE Larissa um síðustu helgi og þar eru nokkrar glæsilegar markvörsl­ur Ögmund­ar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir