Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ögmundur hélt hreinu þriðja leikinn í röð

Ögmundur hélt hreinu þriðja leikinn í röð í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Ögmundur í leik með Íslandi árið 2017. ÍV/Getty

AE Larissa, með íslenska landsliðsmarkvörðinn Ögmund Kristinsson á milli stanganna, gerði markalaust jafntefli við Giannina í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Ögmundur heldur hreinu í grísku úrvalsdeildinni og jafnframt sá ellefti á leiktíðinni. Lið hans er nú búið að gera tvö jafntefli og vinna einn leik í síðustu þremur umferðunum í deildinni eftir að hafa tapað einum leik þar á undan.

Lið Ögmundar, Larissa, er í ágætis málum í grísku úrvalsdeildinni en það er í 10. sæti deildarinnar, með 27 stig þegar fimm umferðir eru eftir af leiktíðinni.

Aðeins fjórum stigum munar þó á Larissa og liðinu í 13. sæti, sem er umspilsfallsæti. Neðstu þrjú liðin í deildinni munu í vor falla beint niður um deild.

Ögmundur var síðasta fimmtudag valinn í landsliðhóp Íslands sem spilar við Andorra næsta föstudag og Frakkland aðeins þremur dögum síðar í undankeppni Evrópumótsins 2020.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun