Fylgstu með okkur:

Fréttir

Ögmundur fram­leng­ir við Larissa – Í fjórða sinn í liði um­ferðar­inn­ar

Ögmundur framlengdi í dag samning sinn um eitt ár og var val­inn í lið um­ferðar­inn­ar í fjórða sinn á þessari leiktíð.

Mynd/pagenews.gr

Ögmundur Kristinsson framlengdi í dag samning sinn við gríska úrvalsdeildarliðið AE Larissa um eitt ár og verður hann því hjá fé­lag­inu til árs­ins 2021 hið minnsta, en fé­lagið til­kynnti þetta á vef sín­um fyrr í dag.

Ögmundur gekk í raðir AE Larissa árið 2018 og gerði tveggja ára samning við liðið sem átti að renna út í sumar.

Góðar frammistöður Ögmundar með AE Larissa á síðustu leiktíð leiddu til þess að hann var út­nefnd­ur leikmaður árs­ins hjá liðinu. Hann hefur haldið uppteknum hætti á yfirstandandi leiktíð og hefur spilað alla leiki, haldið markinu átta sinnum hreinu og varið tvö víti.

Í dag var Ögmundur síðan val­inn í lið um­ferðar­inn­ar í fjórða sinn á þessari leiktíð.

AE Larissa er í 11. sæti í grísku úrvalsdeildarinnar af 14 liðum eft­ir 25 um­ferðir. Aðeins ein umferð er eft­ir í deilda­keppn­inni áður en henni verður skipt í tvennt og það er orðið ljóst að AE Larissa verður í neðri hlutanum fram á vor.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir