Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ögmundur fékk eitt mark á sig í tapi

Ögmundur stóð í marki AE Larissa sem þurfti að sætta sig við tap í Grikklandi í kvöld.

Mynd/Sport Larissa

Ögmundur Kristinsson fékk eitt mark á sig þegar AE Larissa tapaði gegn Levadiakos, 1-0, í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Leikurinn var liður í 3. umferð deildarinnar og Ögmundur stóð allan tímann í rammanum hjá AE Larissa í leiknum.

Ögmundur gat lítið gert í markinu sem hann fékk á sig en Novica Maksimovic, leikmaður Levadiakos, komst í gegnum vörn AE Larissa og negldi boltanum í markið af stuttu færi á 56. mínútu leiksins. Ekki komu fleiri mörk og Levadiakos sigraði leikinn 1-0.

Ögmundur og félagar hafa aðeins náð í eitt eftir fyrstu þrjá leikina í deildinni. Það var einmitt Ögmundur sem tryggði liðinu það stig er hann varði vítaspyrnu á blálokin í fyrstu umferðinini á leiktíðinni.

Markið úr leiknum í kvöld má sjá hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun