Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Ögmundur átti góða leiktíð í Grikklandi – Sjáðu það helsta

Ögmundur Kristinsson stóð sig með prýði á leiktíðinni.

Ögmundur Kristinsson, landliðsmarkvörður Íslands, stóð sig með prýði á sinni fyrstu leiktíð með AE Larissa í grísku úrvalsdeildinni.

Ögmundur gekk til liðs við AE Larissa á frjálsri sölu í fyrra og gerði aðeins tveggja ára samning við félagið. Hann náði að halda markinu hreinu í ellefu skipti í 34 leikjum á leiktíðinni.

Í síðustu viku greindum við frá því að tyrkneska úrvalsdeildarfélagið Kayserispor væri með augastað á Ögmundi Kristinssyni en þetta kom fram í grískum fjölmiðlum.

Kayserispor var sagt hafa sent útsendara á leik AE Larissa og OFI Crete í grísku úrvalsdeildinni í byrjun mars á þessu ári til að fylgjast betur með Ögmundi.

Fjölmiðlar í Grikklandi sögðu einnig að Ögmundur hafi komið til greina hjá gríska stórliðinu Olympiakos þegar liðið var í leit að markmanni í janúar á þessu ári.

Helstu tilþrif Ögmundar á leiktíðinni má sjá hér:

Heimild: Fótbolti.net 

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið