Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ögmundur á meðal bestu manna – Hélt hreinu í átt­unda sinn

Ögmundur átti góðan leik þegar hann hélt hreinu í átt­unda sinn á tímabilinu.

Mynd/sportingnews.gr

Ögmundur Kristinsson stóð allan tímann á milli stanganna hjá liði sínu AE Larissa þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Volos á útivelli í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Ögmundur varði tvö skot í leiknum og fékk t.a.m. hæstu ein­kunn leik­manna leiksins, ásamt varamanninum Vangelis Moras, hjá gríska miðlinum SDNA fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Ögmundur er búinn að spila alla leiki AE Larissa á tímabilinu og hefur haldið markinu átta sinnum hreinu og varið tvö víti, auk þess að hafa verið valinn þrisvar sinnum í lið umferðarinnar.

AE Larissa er í 11. sæti í grísku úrvalsdeildarinnar af 14 liðum eft­ir 25 um­ferðir. Aðeins ein umferð er eft­ir í deilda­keppn­inni áður en henni verður skipt í tvennt þar sem sex lið verða í efri hlut­an­um og átta í þeim neðri fram í miðjan maímánuð. Það er orðið ljóst að AE Larissa verður í neðri hlutanum.

Svipmyndir úr leiknum frá því í dag eru hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun