Fylgstu með okkur:

Fréttir

Norrköping þakk­ar Guðmundi

Norrköping þakkar Guðmundi Þórarinssyni fyrir vel unn­in störf.

Mynd/ifknorrkoping.se

Sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping þakkar Guðmundi Þórarinssyni fyrir vel unn­in störf á heimasíðu sinni og óskar honum jafnframt góðs geng­is á nýjum slóðum.

Guðmundur er nú laus allra mála hjá liðinu eftir að hafa ákveðið að framlengja ekki samning sinn sem rann út um áramótin.

„Við þökkum Guðmundi fyr­ir vel unn­in störf, jafnt innan vallar sem utan, og óskum hon­um velfarnaðar í framtíðinni,“ segir á heimasíðu Norrköping.

Ekki ligg­ur ljóst fyr­ir hver verður næsti áfangastaður Guðmundar en hann hefur verið orðaður við sænska meistaraliðið Djurgården og hollenska liðið Heerenveen.

Mynd/ifknorrkoping.se

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir