Fylgstu með okkur:

Fréttir

Nokkrir stuðningsmenn Aston Villa ósáttir með Birki

Nokkrir stuðningsmenn Aston Villa eru ekki hrifnir af Birki Bjarnasyni.

Stuðningsmenn Aston Villa. ÍV/Getty

Staðarmiðilinn Birmingham Live greindi frá því fyrr í vikunni að Birki Bjarnasyni stóð til að boða að yfirgefa félag sitt, Aston Villa, í janúarmánuði. Tyrkneska stórliðið Fenerbache var sagt hafa áhuga á þjónustu hans.

Birkir var staðráðinn í að leggja sig fram til þess að vinna sér inn byrjunarliðssæti hjá Aston Villa. Hann hafnaði því þeim möguleika að fara í annað lið.

Birkir hefur ekki verið í aðalhlutverki hjá Aston Villa á leiktíðinni. Í síðustu tíu leikjum félagsins hefur hann aðeins leikið í 6. mínútur. Fimm sinnum í þeim leikjum sat allan tímann á varamannabekknum og fjórum sinnum var hann ekki í leikmannahópi.

Birkir kom til Aston Villa í janúar 2017 og gerði þriggja og hálfs árs samning við félagið. Samningur hans við félagið rennur því út eftir næstu leiktíð. Fram hefur komið að Birkir sé með 30. þúsund pund í vikulaun.

Nokkrir aðdáendur félagsins hafa sagt skoðun sína á samfélagsmiðum og sumir eru langt frá því að vera sáttir með Birki. Birmingham Live tók í dag saman nokkur ummæli aðdáenda um hann:

„Hann fær lítið að spila en þegar hann hefur fengið tækifæri þá nýtir hann þau ekki.“

„Með 30 þúsund pund í vikulaun, sem er algjört brjálæði. Hann ætti að vera með á bilinu 5-10 þúsund pund.“

„Hefur fengið tækifæri en aldrei tekist að nýta þau almennilega.“

„Ég er hrifinn af því að hann hafi áhuga á að vera hérna en félagið verður að selja hann í sumar. Ég er ekki enn viss hvaða staða hentar honum best.“

„Hann hefði átt að yfirgefa félagið í janúar.“

„Verður vonandi seldur í sumar.“

„Hann er gagnslaus.“

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir