Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Willum skoraði í sigri BATE

Willum Þór var á skot­skón­um fyr­ir lið sitt BATE Borisov þegar það hrósaði sigri í Hvíta-Rússlandi.

Willum Þór Willumsson skoraði eitt marka BATE Borisov þegar liðið sigraði Slutsk, 3-0, á útivelli í efstu deildinni í Hvíta-Rússlandi í dag.

Willum Þór lék allan leikinn fyrir BATE og skoraði annað mark liðsins á 67. mínútu leiksins. Maksim Skavysh skoraði fyrsta mark liðsins eftir aðeins tíu mínútna leik og Nemanja Milic innsiglaði sigurinn með þriðja markinu á 85. mínútu. Lokatölur urðu 3-0 fyrir BATE.

Markið var fyrsta mark Willums í deildinni en hann hefur áður skorað í bikarkeppninni með BATE.

BATE er eftir leikinn í öðru sæti deildarinnar með 56 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Dinamo Brest, eftir 23 umferðir.

Í ungversku úrvalsdeildinni lék Aron Bjarnason í 57 mínútur með liði sínu Újpest sem laut í lægra haldi fyrir Mezokovesd SE, 2-1.

Újpest er í 5. sæti deildarinnar með 10 stig eftir átta umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið