Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Willum lagði upp mark í sigri

Willum Þór lagði upp mark í sigri BATE í Hvíta-Rússlandi í kvöld.

Mynd/BATE

Willum Þór Willumsson lagði upp eitt marka BATE Borisov sem vann öruggan sigur á Torpedo Zhodino, 4-1, í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í kvöld.

Willum Þór var í byrjunarliði BATE í leiknum og lék allan leikinn en hann lagði upp annað mark liðsins á 11. mínútu.

Nemanja Milic, Stanislav Dragun, Igor Stasevich og Makisim Skavysh skoruðu mörk BATE. Slobodan Simovic, leikmaður BATE, varð þá fyrir því óhappi að skora sjálfsmark í leiknum.

Willum og liðsfélagar hans í BATE hafa spilað vel að und­an­förnu og er liðið taplaust í síðustu 10 leikjum. Með sigrinum komst liðið á topp deildarinnar, er einu stigi á undan Dinamo Brest, sem er í 2. sæti og á leik til góða.

Willum, sem er 20 ára, gekk í raðir BATE í febrúar og hefur spilað 8 leiki og skorað 2 mörk fyrir liðið á leiktíðinni.

Hér að neðan má sjá stoðsendingu Willums í leiknum í kvöld:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið