Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Theodór Elmar fékk óskilj­an­legt rautt spjald

Theodór Elmar hlaut heldur óskiljanlegt rautt spjald frá tyrkneskum dómara í dag.

Theodór Elmar Bjarnason fékk rautt spjald þegar lið hans Akhisarspor tapaði fyrir Giresunspor í tyrknesku 1. deildinni í dag.

Lokatölur í leiknum urðu 1-0, Giresunspor í vil. Theodór Elmar fékk sitt annað gula spjald á 86. mínútu leiksins og þar með rautt.

Theodór Elmar gekk til Akhisarspor frá Gazişehir Gaziantep í sumar. Hann skrifaði undir samning til tveggja ára hjá Akhisarspor sem féll úr tyrknesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Akhisarspor byrjar leiktíðina vel og er enn á toppi deildairnnar þrátt fyrir tapið með 13 stig eftir sjö leiki.

Við nánari athugun er rauða spjaldið sem Theodór Elmar fékk í dag heldur óskiljanlegt. Dómari leiksins taldi hann hafi stigið ofan á fót andstæðing sinn, sem kvartaði undan engu. Myndskeið af þessu má sjá hér að neðan.

Í þýsku B-deildinni sat Rúrik Gíslason allan tímann á varamannabekk Sandhausen þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Erzgebirge Aue. Sandhausen er í 8. sæti deildarinnar með 12 stig eftir níu umferðir.

Þá var Andri Rúnar Bjarnason ónotaður varamaður hjá liði sínu Kaiserslautern sem vann 3-1 sigur á Carl Zeiss Jena í þýsku C-deildinni. Andri Rúnar er að koma til baka eftir meiðsli en Kaiserslautern fer með sigrinum upp í 14. sæti og í 13 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið