Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Sverrir á skot­skón­um í sigri PAOK

Sverrir Ingi held­ur áfram að gera það gott með liði PAOK í Grikklandi.

Mynd/to10.gr

Sverrir Ingi Ingason var á skotskónum þegar lið hans PAOK sigraði Pani­oni­os, 2-0, á útivelli í grísku úr­vals­deild­inni í kvöld.

Staðan í hálfleik var marka­laus, en á 48. mín­útu dró til tíðinda þegar Sverrir Ingi kom PAOK yfir. Chuba Akpom, fyrr­um leikmaður Arsenal, tvöfaldaði forystuna fyrir PAOK á 62. mínútu en hann lagði upp markið fyrir Sverri. Þar við sat, lokatölur 2-0, PAOK í vil.

Sverrir hef­ur spilað níu deildarleiki í röð fyrir PAOK frá upp­hafi til enda, ásamt því að skora tvö mörk. Í þeim leikjum hefur liðið haldið markinu hreinu sjö sinnum og aðeins fengið á sig þrjú mörk. Fram að því hélt liðið ekki hreinu í sex leikjum.

PAOK er í öðru sæti deild­ar­inn­ar með 37 stig, jafnmörg og Olympiacos, sem er í toppsætinu eftir 15 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið