Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Sara skoraði tví­veg­is fyr­ir Wolfsburg

Sara Björk skoraði í gær tvö mörk fyrir Wolfsburg í stórsigri liðsins.

Mynd/Wolfsburg

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvívegis þegar Wolfsburg vann stórsigur á Köln, 5-0, í þýsku Bundesligunni í gærkvöldi.

Sara, sem lék allan leikinn, skoraði fyrsta mark leiks­ins á 11. mín­útu og kom Wolfs­burg í 3-0 undir lok fyrri hálfleiks. Þegar lítið var búið að síðari hálfleik kom fjórða mark liðsins og eftir rúmlega klukkutíma leik kom síðan fimmta markið. Lokatölur urðu 5-0, Wolfsburg í vil.

Wolfsburg hefur unnið alla sex leiki sína til þessa á leiktíðinni og er á toppi deildarinnar með 18 stig, þremur stigum á undan Hoffenheim, sem er í öðru sætinu.

Mörkin tvö hjá Söru má sjá hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið