Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Rúnar Már lagði upp mark Astana

Rúnar Már lagði upp mark Astana þegar liðið gerði jafn­tefli í dag.

Mynd/prosports.kz

Rúnar Már Sigurjónsson lagði upp mark Astana í dag þegar liðið gerði jafntefli við Ordabasy Shymkent, 1-1, í efstu deildinni í Kasakstan.

Rúnar Már lagði upp mark Astana með hornspyrnu á Ivan Maewski sem skoraði af stuttu færi úr teignum. Rún­ar Már byrjaði leikinn og spilaði all­an tímann á miðjunni.

Astana var 1-0 yfir í hálfleik en Joao Paulo jafnaði metin fyrir Ordabasy Shymkent snemma í síðari hálfleik og lokatölur í leiknum urðu 1-1.

Ast­ana er enn í 3. sæti deild­ar­inn­ar með 57 stig, tveim­ur stig­um á eft­ir To­bol, sem er í öðru sæti, en Or­da­ba­sy hefur 53 stig og situr í fjórða sæt­i. Kairat trónir á toppi deildarinnar með 62 stig.

Stoðsending Rúnars er hér að neðan:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið