Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Rúnar Már fagnaði sigri eftir ótrúleg mistök markvarðar

Rúnar Már fagnaði sigri á nokkuð skrautlegan hátt í Kasakstan í dag.

Rúnar Már Sigurjónsson lék með liði sínu Astana þegar það bar sigurorð af Shakhter Karagandy í efstu deildinni í Kasakstan í dag, 2-1.

Rúnar Már lék allan leikinn fyrir Astana. Shakhter Karagandy náði forystunni í leiknum á 35. mínútu og staðan í hálfleik var 1-0.

Marin Tomasov jafnaði metin fyrir Astana eftir tíu mínútur í síðari hálfleik og staðan því orðin jöfn, 1-1.

Ótrúlegt atvik átti sér stað þegar Igor Shatskiy, markvörður Shakhter Karagandy, fékk á sig klaufamark á 66. mínútu leiksins. Liðsfélagi hans renndi þá boltanum til baka á Shatskiy sem mistókst að stöðva hann og endaði boltinn því í netinu, 2-1.

Markvörðurinn vill að öllum líkindum gleyma leiknum sem fyrst, því Astana fagnaði að lokum 2-1 sigri. Astana er eftir sigurinn í 3. sætinu með 50 stig, fimm stigum á eftir toppliði Tobol sem hefur leikið tveimur leikjum meira.

Þetta skrautlega mark í leiknum í dag má sjá hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið