Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Patrik Sigurður varði tvær víta­spyrn­ur

Patrik Sigurður kom varaliði Brentford áfram í bikarkeppni um helgina þegar hann varði tvær víta­spyrn­ur.

Mynd/Brentford

Patrik Sigurður Gunnarsson var í sviðsljósinu um helgina þegar varalið Brentford hafði betur gegn Hanwell í annarri umferð Middlesex-bikarkeppninnar á Englandi, en á meðal þátttökuliða í þeirri keppni eru neðri deildar lið, vara- og unglingalið.

Staðan eft­ir venju­leg­an leiktíma var, 2-2, þannig að gripið var til víta­spyrnu­keppni og þar gerði Patrik Sigurður sér lítið fyrir og varði tvær vítaspyrnur og tryggði þar með sigur Brentford, 4-2.

Það er því ljóst að Brentford er komið áfram í þriðju umferð keppninnar en liðið vann keppnina á síðustu leiktíð.

Svipmyndir úr leiknum voru birtar á Youtube-rás Brentford í dag og hér að neðan má sjá vörslur Patriks í vítakeppninni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið