Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Oliver með glæsimark

Oliver Stefánsson skoraði í dag glæsimark í 5-0 stórsigri U-21 árs liðs Norrköping.

Mynd/Skjáskot

Hinn ungi og efnilegi Oliver Stefánsson skoraði í dag glæsimark í 5-0 stórsigri U-21 árs liðs Norrköping á Syrianska.

Oliver, sem er einungis 16 ára, skoraði þriðja mark liðsins í dag af tæplega 40 metra færi. Frábær skottilraun sem markvörður Syrianska átti engan möguleika að verja.

Oliver var fyrr í vetur keyptur til Norrköping frá ÍA. Ísak Bergmann Jóhannesson, sem er einnig 16 ára, gekk einnig til liðs við Norrköping á sama tíma en hann spilaði ekki í dag.

Báðir voru þeir lykilmenn í 2. flokki ÍA sem varð Íslandsmeistarí í fyrrasumar í fyrsta sinn í 13 ár.

Oliver hefur leikið alls 14 leiki fyrir yngri landslið Íslands og gert eitt mark í þeim leikjum.

Þess má geta að faðir Olivers er Stefán Þórðarson sem er fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður í fótbolta.

Glæsimark Olivers í dag er hér:

„Það var mikið pláss fyrir framan mig og pabbi hefur sagt mér að skjóta boltanum oftar í leikjum svo í dag lét ég vaða á markið,“ sagði Oliver í viðtali eftir leikinn, sem má sjá hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið