Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Ögmundur lagði upp sig­ur­markið

Ögmundur minnti enn og aftur á hversu öflugur hann er.

Landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson minnti enn og aftur á hversu öflugur markmaður hann er.

Ögmundur átti stór­an þátt í sig­ri AE Larissa í grísku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið lagði Volos, 2-1, að velli.

Ögmundur og félagar lentu undir í fyrri hálfleik en sneru tafl­inu við í síðari hálfleik. Eftir rúmlega klukkutíma leik tókst AE Larissa að jafna metin og þegar um fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Abiola Dauda sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Ögmundi, sem má sjá hér að neðan.

Þetta var önnur stoðsending Ögmundar á tímabilinu en hann lagði einnig upp mark gegn Panathinaikos sem skilaði sömuleiðis sigri, líkt og í gær. AE Larissa er í 5. sæti grísku úrvalsdeildarinnar með 18 stig eftir 12 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið