Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Mörk Arons og stoðsend­ing

Aron Bjarnason átti frábæran leik í gær en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

Mynd/Újpest

Aron Bjarnason lét mikið að sér kveða með liði sínu Újpest þegar það vann 5-2 sigur í bikarkeppninni í Ungverjalandi í gærkvöldi.

Aron lék allan leikinn, lagði upp þriðja mark Újpest og skoraði síðustu tvö mörk liðsins, á 64. mínútu og 75. mínútu. Þetta eru fyrstu mörk Arons fyr­ir liðið.

Újpest hefur ekki gengið nógu vel að undanförnu en þegar 10 umferðir eru að baki í ungversku úrvalsdeildinni er liðið í 8. sæti með 11 stig, tveim­ur stig­um frá fallsæti. Aron hef­ur spilað níu af tíu leikj­um liðsins í deild­inni en aðeins tvisvar sinnum hefur hann verið í byrjunarliðinu.

Mörk Arons og stoðsendingu í leiknum má sjá í meðfylgj­andi mynd­skeiði.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið