Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Mörk Arn­órs fyr­ir Lillestrøm

Arnór Smárason skoraði tvö mörk fyrir Lillestrøm í gær.

Mynd/Lillestrøm 

Arnór Smárason var á skot­skón­um með Lillestrøm þegar liðið lagði Strømsgodset að velli, 2-1, á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í gærkvöld.

Arnór skoraði bæði mörk sinna manna í leiknum og var þar með að skora sín fyrstu mörk fyrir Lillestrøm á leiktíðinni. Arnór skoraði fyrra mark sitt á 42. mínútu leiksins og það seinna í uppbótartíma fyrri hálfleiks með góðu skoti af um 20 metra færi.

Lillestrøm er í 10. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 15 umferðir.

Í meðfylgj­andi mynd­skeiði má sjá bæði mörk Arnórs í leiknum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið