Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Lag­legt mark Samúels Kára

Samúel Kári skoraði í gær lag­legt mark fyrir Viking.

Mynd/Viking

Samúel Kári Friðjónsson skoraði laglegt mark fyrir Viking í 2-1 sigri liðsins gegn Tromsø í norsku úrvalsdeildinni í gær.

Samúel Kári hóf leikinn á varamannabekknum en kom inná á 10. mínútu leiksins og lék til leiksloka. Það tók hann ekki nema 16 mínútur að skora fyrsta mark leiksins. Markið var afar laglegt en Samúel lét vaða með skoti fyrir utan teig af 18 metra færi og boltinn söng í netinu.

Samúel lék afar vel í leiknum en Fótbolti.net segir frá því í dag að hann hafi fengið 7 í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá miðlinum Aftonbladet.

Viking er í 5. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 40 stig eftir 25 umferðir.

Mark Samúels má sjá hér eft­ir um 45 sek­únd­ur:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið