Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Jó­hann Berg með mark og stoðsend­ingu

Jóhann Berg skoraði eitt mark og lagði upp annað fyr­ir Burnley í æfingaleik í gær.

ÍV/Getty

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eitt mark og lagði annað upp fyrir Burnley þegar liðið lagði Nice frá Frakklandi, 6-1, í æfingaleik í gærkvöldi.

Jóhann Berg byrjaði leikinn og spilaði fyrri hálfleikinn. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós eftir aðeins tvær mínútur og nokkrum mínútum síðar lagði Jóhann upp mark fyrir liðsfélaga sinn Chris Wood sem gerði þrennu í leiknum. Jóhann skoraði svo fjórða markið fyrir Burnley á 33 mínútu leiksins, en staðan eftir fyrri hálfleikinn var 4-0 og lokatölur leiksins urðu 6-1.

Burnley mætir Parma næsta laugardag í síðasta æfingaleiknum á undirbúningstímabilinu. Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst að nýju um þarnæstu helgi en Jóhann Berg og félagar í Burnley mæta Southampton á heimavelli sínum í fyrstu umferðinni, þann 10. ágúst næstkomandi.

Mark Jóhanns og stoðsendingu má sjá í meðfylgjandi myndbandi.  Stoðsendingin kemur eftir 29. sekúndur og markið eftir 53. sekúndur.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið