Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Íslendingar í aðalhlutverkum hjá Álasundi

Daníel Leó og Aron Elís skoruðu báðir er Álasund sigraði Sogndal

Tveir leikir fóru fram í 18. umferð norsku fyrstu deildarinnar í gær. Sogndal og Íslendingaliðið Álasund áttust við þar sem Álasund fór með sigur af hólmi, 3-2.

Tomas Totland kom Sogndal yfir strax á 8. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik.

Íslendingarnir í liði Álasund tóku svo leikinn í sínar hendur, á 52. mínútu skoraði Daníel Leó Grétarsson. Honum var svo skipt útaf á 69. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Aron Elís Þrándarson annað mark Álasund. Sex mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma gerði Pape Habib Gueye út um leikinn en í uppbótartíma skoraði Akor Adams sárabótarmark fyrir Sogndal.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið