Fylgstu með okkur:

Hápunktar

Myndband: Hápunktar á síðustu tveimur mánuðum

Helsta frá því á síðustu tveimur mánuðum gert upp.

Rúnar Már skoraði fimm mörk og lagði upp önnur fjögur á síðustu tveimur mánuðum. Mynd/KazFootball.kz

Íslensku atvinnumennirnir okkar í fótbolta halda áfram að gera góða hluti með liðum sínum erlendis. Það verður engin breyting á því í framtíðinni.

Hér á Íslendingavaktinni fyrir nokkrum mánuðum birtist reglulega það helsta eftir hverja viku eða svo en á síðustu tveimur mánuðum hefur ekkert komið inn. Á því verður nú breyting og að þessu sinni má sjá allt það helsta á síðustu tveimur mánuðum, n.tt. frá 8. júlí og til 8. september.

Í samantektinni eru mörk og stoðsendingar og fleira, eins og venjan var. Myndskeiðið er rúmar 15 mínútur og þar má sjá þrjú mörk frá Kolbeini Sigþórssyni, glæsimark Arnórs Sigurðssonar, fimm mörk hjá Rúnari Má Sigurjónssyni og margt fleira.

Ekki missa af

Fleira tengt: Hápunktar