Fylgstu með okkur:

Hápunktar

Myndband: Hápunktar á síðustu fjórum vikum

Hápunktar á síðustu fjórum vikum á einum stað.

Hólmbert skoraði þrjú mörk á síðustu fjórum vikum. Mynd/Nettavisen

Íslensku atvinnumennirnir okkar í fótbolta halda áfram að gera góða hluti með liðum sínum erlendis. Nokkuð stór hluti atvinnumannanna er um þessar mundir annað hvort í sumarfríum eða að hefja undirbúning fyrir komandi átök.

Íslendingavaktin ætlar þrátt fyrir það að fylgjast áfram náið með fólkinu okkar í atvinnumennskunni. Að þessu sinni má sjá allt það helsta á síðustu fjórum vikum, n.tt. frá 11. júní og til 7. júlí.

Hægt er að sjá bæði mörk og stoðsendingar í samantektinni, eins og venjan er, en í henni má sjá þrjú mörk hjá Hólmberti Aroni, tvö mörk og stoðsendingu hjá Aroni Sigurðarsyni og glæsimark Samúels Kára og fleira.

Ekki missa af

Fleira tengt: Hápunktar