Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Gunnhildur Yrsa minnkaði mun­inn

Gunnhildur Yrsa skoraði eina mark Utah Royals í tapi í nótt.

Mynd/Real Salt Lake

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði mark Utah Royals í nótt þegar lið hennar tapaði, 2-1, fyrir Houston Dash í bandarísku atvinnumannadeildinni.

Gunnhildur Yrsa hóf leikinn á varamannabekknum en kom inn af bekknum eftir rúman klukkutíma leik í stöðunni 1-0 fyrir Houston. Þegar Gunnhildur var búin að vera inn á vellinum í aðeins eina mínútu tvöfaldaði Houston forystuna á 62. mínútu, 2-0.

Utah Royals náði að minnka muninn niður í eitt mark á 75. mínútu og það gerði Gunnhildur Yrsa. Markið hennar dugði þó ekki til því Utah tapaði leiknum 2-1.

Utah situr í 4. sæti deildairnnar með 31 stig, sex stigum frá NC Coura­ge í efsta sætinu eftir 20 leiki.

Markið hjá Gunnhildi í nótt var mjög laglegt en það má sjá í meðfylgjandi myndskeiði hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið