Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Gunnhildur Yrsa lagði upp sigurmarkið

Gunnhildur Yrsa lagði upp sigurmark Utah Royals í nótt.

Utah Royals bar sigurorð af Chicago í bandarísku kvennadeildinni í nótt. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur fyrir Utah Royals.

Gunnhildur Yrsa lék allan leikinn fyrir Utah Royals sem framliggjandi miðjumaður í nótt og lagði upp sigurmark liðsins á 84. mínútu. Amy Rodriguez sá um að skora markið eftir góða sendingu frá Gunnhildi.

Gunnhildur og stöllur hennar í Utah Royals voru að leika sinn þriðja leik á tímabilinu og hafa unnið alla leikina hingað til og eru því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.

Gunnhildur er að hefja sína aðra leiktíð með Utah Royals en hún lék 24 leiki á síðustu leiktíð og gerði eitt mark þegar liðið lenti í 5. sæti af ellefu liðum. Í vetur lék Gunnhildur með Adelaide United í Ástralíu.

Sigurmarkið má sjá hér:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið