Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Gríðarleg stemn­ing í Kaupmannahafnarslagnum

Frá­bær stemn­ing ríkti í Kaupmannahafnarslagnum í dag.

Það var einnig hiti í mönnum. ÍV/Getty

Frá­bær stemn­ing ríkti í Kaupmannahöfn í Danmörku í dag þegar Hjörtur Hermannsson og samherjar hans í Brøndby sóttu FC Kaupmannahöfn heim í dönsku úrvalsdeildinni.

Leik­ur­inn var lengst af jafn og spenn­andi og staðan var 1-1 að lokn­um fyrri hálfleik. Allt virtist stefna í jafntefli en á lokamínútunni skoraði FC Kaupmannahöfn sigurmark.

Leiknum lauk því með 2-1 sigri FC Kaupmannahafnar. Hjörtur var í byrjunarliði Brøndby og lék allan leikinn í þriggja manna varn­ar­línu liðsins. Hjörtur fékk 6 í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá danska blaðinu BT Sport.

Brøndby er í þriðja sæti deildarinnar að loknum 18 umferðum með 31 stig, nú níu stigum á eftir FC Kaupmannahöfn, sem er í sætinu fyrir ofan. Midtjylland er í toppsætinu með 44 stig.

Eskfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson lék þá allan leikinn fyrir SønderjyskE sem laut í gras fyrir Randers, 3-0. Ísak Óli Ólafsson sat á varamannabekk SønderjyskE allan tímann.

SønderjyskE er í 10. sæti með 10 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið