Myndskeið
Myndband: Glæsimark Rúnars ekki nóg í Evrópudeildinni
Rúnar Már skoraði í dag glæsilegt mark í Evrópudeildinni.
-
-
eftir
Íslendingavaktin

Mynd/KazFootball.kz
Astana, lið Rúnars Más Sigurjónssonar, tapaði 2-1 fyrir Partizan Beograd frá Serbíu í leik liðanna í L-riðli Evrópudeildarinnar sem fór fram í Kasakstan í dag.
Umar Sadiq, lánsmaður frá Roma, var tvívegis á skotskónum fyrir Partizan sitt hvorum megin við hálfleikinn áður en Rúnar Már minnkaði muninn fyrir Astana undir lok leiks með glæsilegu marki þegar hann lét vaða á markið og náði frábæru skoti sem söng í netinu.
En því miður fyrir Rúnar dugði markið ekki til að ná í stig því Partizan vann að lokum 2-1 sigur, en glæsimark Rúnars má sjá hér að neðan.
Astana er þar með án stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í Evrópudeildinni.

Ekki missa af
-
Myndskeið
/ 5 dagar síðanSverrir Ingi skoraði í toppslagnum – Sjáðu markið
Sverrir Ingi skoraði mark PAOK sem gerði jafntefli í toppslag grísku úrvalsdeildarinnar.
eftir Íslendingavaktin -
Myndskeið
/ 5 dagar síðanMyndband: Ögmundur lagði upp sigurmarkið
Ögmundur minnti enn og aftur á hversu öflugur hann er.
eftir Íslendingavaktin