Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Glæsimark Gylfa frá öll­um sjón­ar­horn­um

Stórkostlegt mark Gylfa frá öll­um sjón­ar­horn­um.

Gylfi fagnar marki sínu um liðna helgi. ÍV/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði glæsilegt mark um liðna helgi gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi Þór byrjaði á varamannabekknum í leiknum en kom inn á sem varamaður undir lok leiks, í stöðunni 1-0, og innsiglaði síðan sigur Everton er hann sneri bolt­ann beint upp í vinstra efra hornið, gjörsamlega óverjandi fyrir markvörð West Ham.

Þetta var 60. mark Gylfa á ferl­in­um í úr­vals­deild­inni, en Síminn birti í dag myndband af markinu frá öll­um sjón­ar­horn­um. Sjón er sögu rík­ari.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið