Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Fyrsta mark Kolbeins fyrir Lommel

Kolbeinn opnaði í gær marka­reikn­ing sinn með Lommel.

Mynd/7sur7.be

Kolbeinn Þórðarson opnaði marka­reikn­ing sinn í belgísku B-deildinni í gærkvöld þegar hann tryggði liði sínu Lommel sigur á Beerschot, 1-0.

Kolbeinn lék með Lommel fram í uppbótartíma og skoraði markið með viðstöðulausu skoti á 19. mínútu leiksins.

Eftir slæmt gengi undanfarið er Lommel aðeins að rétta úr kútnum. Liðið er í sjötta sæti af átta liðum og er með 21 stig eftir 20 leiki. Kolbeinn hefur spilað 16 leiki fyrir Lommel á leiktíðinni.

Mark Kolbeins má sjá í mynd­skeiðinu hér fyrir neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið