Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Frábær hælsending hjá Rakel

Rakel Hönnudóttir átti glæsilega stoðsendingu í kvöld.

ÍV/Getty

Rakel Hönnudóttir var í byrjunarliði Reading sem vann 5-0 stórsigur á Yeovil í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Reading komst yfir í leiknum eftir rúmlega hálftíma leik með frábæru marki frá Fara Williams. Rakel lagði upp annað mark Reading og gerði það laglega með hælsendingu. Á síðustu tíu mínútunum skoraði Reading þrjú mörk og sigraði því leikinn 5-0.

Rakel lék í 78. mínútur í leiknum áður en hún fór meidd af velli. Óvíst hversu alvarleg meiðsli hennar eru.

Reading situr í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig þegar aðeins þrír leikir eru eftir af leiktíðinni. Ellefu lið leika í deildinni.

Stoðsendingu Rakelar í leiknum í kvöld má sjá hér:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið