Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Fór aftur illa með markvörð FC Kaupmannahafnar

Mark Jóns Dags í kvöld var einkar laglegt.

Mynd/AGF

Jón Dagur Þorsteinsson var í eldlínunni með liði sínu AGF frá Árósum þegar liðið þurfti að sætta sig við 2-1 tap gegn danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Jón Dagur gerði eina mark AGF í leiknum og skoraði þarna sitt þriðja mark á leiktíðinni. Markið hans í kvöld var einkar lag­legt þar sem hann vippaði boltanum yfir markvörð FC Kaupmannahafnar.

AGF er í 6. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og er með 20 stig eftir 14 umferðir.

Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem Jón Dagur er á skotskónum gegn FC Kaupmannahöfn en hann skoraði einnig í leik gegn liðinu í júlímánuði og skoraði þá svipað mark, eins og sjá má hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið