Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Blái uppþvottaburstinn settur í sprenghlægilegt hlutverk

Blái uppþvottaburstinn var í gær settur í nýjan búning í sprenghlægilegu myndbandi sem hefur notið mikilla vinsælda.

Mynd/Twitter

Mikið fjaðrafok varð um helgina í kjölfar komu tyrkneska landsliðsins til Íslands um síðustu helgi. Liðið kom til landsins síðasta sunnudag um flugstöð Leifs Eiríkssonar og spilaði í gær við íslenska landsliðið í undankeppni Evrópumótsins 2020. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Íslands.

Tyrkneska landsliðið varð síðasta sunnudag fyrir töluverðum töfum í Leifsstöð og þurfti að fara í gegnum sérstakt öryggiseftirlit og vegabréfaskoðun, sem tók rúmlega tvær klukkustundir. Fréttamenn frá Tyrklandi tóku á móti landsliði sínu í Leifstöð og umkringdu fyrirliðann Emre Belözoglu til að taka viðtal við hann. Einn í hópi fréttamannanna otaði bláum uppþvotta­bursta að fyrirliðanum, eins og um hljóðnema væri að ræða, en síðar kom í ljós að sá hinn sami sem stóð að uppátækinu var belgískur ferðamaður, að nafni Corentin Siamang. Hægt er að sjá uppátækið hjá Belganum og lesa meira um málið með því að smella hér.

Í gær birtist sprenghlægilegt myndband eftir leik Íslands og Tyrklands á Twitter, sem hefur notið mikilla vinsælda, en þar er blái uppþvottaburstinn settur í nýjan búning. Burstinn er settur inn á gamalt myndband með reiðum stuðningsmanni tyrkneska landsliðsins frá árinu 2016 og umrætt myndband hefur að mestu leyti fallið vel í kramið hjá bæði Íslendingum og Tyrkjum. Tyrkneski stuðningsmaðurinn á myndbandinu var upprunalega hrekktur af unnustu sinni er hún slökkti í trekk í trekk á sjónvarpi hans á meðan hann var að horfa á þjóð sína spila á Evrópumótinu árið 2016.

Sjón er sögu ríkari: 

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið