Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Björn Bergmann skoraði í tapi

Björn Bergmann var á skot­skón­um í dag með liði sínu Rostov.

Mynd/Rostov

Björn Bergmann Sigurðarson, framherji Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni, skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi gegn Tambov í dag.

Björn Bergmann kom Rostov yfir í leiknum strax á 7. mínútu leiksins með fallegu skallamarki eftir laglega fyrirgjöf og var staðan 1-0 í hálfleik. Markið hjá Birni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Tambov metin og liðið skoraði síðan aftur þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Lokatölur urðu 2-1, Tambov í vil.

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Björns í deildinni á leiktíðinni en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla. Hann lék fremstu víglínu Rostov í dag þar til honum var skipt af velli á 77. mínútu. Ragnar Sigurðsson bar fyrirliðaband liðsins og spilaði allan tímann.

Rostov er í öðru sæti deildarinnar með 30 stig, þremur stigum á eftir toppliði Zenit frá Sankti Pétursborg eftir 16 leiki.

Viðar Örn lék í tapi

Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson var á ferðinni með liði Rubin Kazan sem tapaði fyrir Dinamo Moskvu, 1-0, á heimavelli fyrr í dag. Viðar Örn lék allan leikinn sem fremsti maður Kazan, en tókst þó ekki að skora eins og í síðustu leikjum.

Viðar hefur aðeins skorað eitt mark í 14 deildarleikjum á leiktíðinni. Eina markið kom í lok júlímánaðar.

Rubin Kazan er í 12. sæti deildarinnar með 17 stig, rétt fyrir ofan fallsvæðið.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið