Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Birkir með lag­legt mark

Birkir skoraði laglegt skallamark fyrir Aston Villa í æfingaleik sem fór fram í Bandaríkjunum í nótt.

Mynd/Aston Villa

Birkir Bjarnason skoraði eitt marka enska liðsins Aston Villa í nótt þegar það vann bandaríska liðið Minnesota United nokkuð örugglega, 3-0, þegar liðin mættust í æfingaleik í Bandaríkjunum.

Birkir spilaði seinni hálfleikinn og skoraði þriðja og síðasta mark Aston Villa með laglegu skallamarki á 86. mínútu leiksins. Jack Grealish skoraði fyrsta mark liðsins í fyrri hálfleik og Henri Lans­bury skoraði annað markið rétt áður en Birkir skoraði sitt mark.

Aston Villa komst upp úr ensku B-deildinni á síðustu leiktíð og er því nýliði í ensku úrvalsdeildinni sem hefst á ný í næsta mánuði. Liðið fer í heimsókn til Tottenham í 1. umferð deildarinnar, þann 10. ágúst næstkomandi.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá mark Birkis í nótt.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið