Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Aron sá um Lillestrøm

Aron Sigurðarson var enn og aftur í essinu sínu með Start.

Mynd/Start

Start vann í dag 2-1 heimasigur á Lillestrøm í fyrri leik liðanna í úr­slit­um um laust sæti í norsku úr­vals­deild­inni á næsta ári.

Start lenti undir þegar Daniel Gustavsson kom Lillestrøm yfir á 28. mínútu þegar hann slapp einn í gegnum vörnina, áður en Fjölnismaðurinn, Aron, tók mál­in í sín­ar hend­ur.

Fljótlega í síðari hálfleik, á 54. mínútu, fékk Start vítaspyrnu. Aron steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Staðan var því orðin jöfn, 1-1.

Aron bætti við öðru marki á 69. mínútu og tryggði Start sigurinn. Markið var einkar laglegt en hann lék á tvo varnarmenn Lillestrøm og sendi knöttinn í nærhornið og framhjá markverðinum.

Lokatölur urðu 2-1 fyrir Start. Aron lék með fram í uppbótartíma síðari hálfleiks en Arnór Smárason var allan tímann á varamannabekknum hjá Lillestrøm.

Aron hefur verið afar mikilvægur fyrir Start á leiktíðinni og hefur nú komið að 28 mörkum, skorað fimmtán mörk og lagt upp þrettán.

Seinni leikur Start og Lillestrøm verður næsta miðvikudag en þar verður leikið á heimavelli Lillestrøm.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið