Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Aron með tvö glæsimörk fyr­ir Start

Aron held­ur áfram að skora fyr­ir Start í Noregi. Í dag gerði hann tvö marka liðsins í góðum sigri.

Mynd/Aftenposten

Aron Sigurðarson skoraði tvö af mörkum Start þegar liðið sigraði Kongsvinger, 3-1, í norsku 1. deildinni í dag.

Aron hefur nú gert 10 deildarmörk fyrir Start á leiktíðinni og er orðinn þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Hann skoraði fyrstu tvö mörk Start í dag og voru þau bæði af löngu færi, sem má sjá neðst í fréttinni. Kasper Skaanes innsiglaði sigurinn fyrir liðið í seinni hálfleik með þriðja markinu en Kongsvinger minnkaði muninn í lokin og þar við sat í markaskorun. Lokatölur 3-1 fyrir Start.

Með sigr­in­um komst Start upp í annað sæti deildarinnar með 34 stig, sjö stigum á eftir toppliði Álasunds.

Í Danmörku skoraði Kjartan Henry Finnbogason fyrra mark Vejle í 4-2 tapi gegn Nykøbing í dönsku 1. deildinni í dag.

Nykøbing var með 3-0 forystu í leikhléi en Kjartan Henry minnkaði forskotið niður í tvö mörk á 65. mínútu. Á lokakafla leiksins skoraði Vejle sitt annað mark en Nykøbing svaraði skömmu síðar með sínu fjórða marki í leiknum. Lokatölur urðu því 4-2, Nykøbing í vil.

Þetta var annar leikur Vejle í deildinni á leiktíðinni en Kjartan Henry hafði um síðustu helgi tryggt liðinu stig þegar hann jafnaði metin í uppbótartíma gegn Fremad Amager.

Vejle féll úr dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og liðið leikur nú í næst efstu deild. Kjartani Henry stóð til boða að yfirgefa Vejle eftir að félagið féll niður um deild en hann ákvað í staðinn að framlengja saming sinn um tvö ár.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið