Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Arnór Trausta með tvö mörk og stoðsendingu í dag

Arnór Ingvi átti stórleik þegar lið hans Malmö vann stórsigur í sænsku deildinni í dag

Arnór Ingvi Traustason skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í stórsigri Malmö á Falkensberg í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Malmö vann leikinn með fimm mörkum gegn engu.

Romain Gall kom Malmö yfir strax á 7. mínútu og Markus Rosenberg tvöfaldaði forystuna þegar hálftími var liðinn af leiknum, eftir sendingu frá Arnóri. Arnór bætti svo við tveimur mörkum á 54. mínútu og 57. mínútu en Romain Gall lagði upp bæði mörkin fyrir hann. Á 61. mínútu kom Guillermo Molins inná fyrir Rosenberg og fimm mínútum síðar skoraði hann fimmta mark Malmö í leiknum.

Með sigrinum komst Malmö á topp deildarinnar með 41 stig eftir 20 umferðir. Djurgarden er í öðru sæti með jafn mörg stig en með leik til góða.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá mörkin og stoðsendinguna hjá Arnóri í dag.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið