Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Mörk­in tvö hjá Elíasi – Myndband

Elías Már skoraði tví­veg­is fyr­ir Excelsior síðasta föstudag.

Mynd/Excelsior

Elías Már Ómarsson skoraði tví­veg­is fyr­ir lið sitt Excelsior sem gerði síðasta föstudag jafntefli við Telstar í markaleik í hollensku B-deildinni, 3-3.

Excelsior lenti undir í leiknum en Elías Már byrjaði af mikl­um krafti í síðari hálfleik og jafnaði metin fyrir Excelsior á 48. mínútu. Aðeins níu mínútum síðar, á 57. mínútu, skoraði hann annað mark sitt í leiknum og kom Excelsior yfir.

Leikmenn Telstar-liðsins skoruðu hins vegar síðustu þrjú mörkin á lokakaflanum en eitt þeirra var sjálfsmark.

Excelsior er í 7. sæti deild­ar­inn­ar með 36 stig eftir 22 umferðir. Tvö efstu liðin fara upp um deild en þau sem enda í 3.-8. sæti koma til með að fara í umspil í vor.

Mörk­in tvö hjá Elíasi um síðustu helgi má sjá í meðfylgj­andi mynd­skeiði.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið